Tíminn líður alltof hratt fyrir mína parta þessa dagana.
Hef ekki einu sinni tíma til að komast í almennilegt jólaskap en það kemur vonandi þegar ég kemst í almennilegt jólafrí á fimmtudaginn.
Er í vinnunni sem stendur. Þrjár unaðslegar næturvaktir framundan. Allt með kyrrum kjörum eins og er, sem betur fer.
Var að vinna alla helgina en gaf mér þó tíma til að fara í tvö prýðisgóð partý. Já það er kraftur í kellu. Var líka svo fáránlega stabíl að bæði kvöldin sleppti ég því að fara í bæinn, það er ekki líkt Sæsunni. Ákvað bara að vera skynsöm svona einu sinni, kannski að það sé að aukast með aldrinum, veit ekki.
Alla systir ætlar svo að vera góð við stóru systur sína og ná í hana í bæinn á fimmtudag. Ætlum við systurnar að jólaspókast eitthvað í bænum. Þurfum að kaupa einhverjar gjafir. Það er vonandi að með fleiri visafærslum aukist jólaandinn í hjarta mínu.
Ætli það sé ekki best að ég noti tímann á meðan börnin sofa og geri eitthvað í þessu blessaða verkefni sem ég á ennþá eftir að skila. Djöfuls verkefni.
Ég ætti kannski líka að nota tækifærið og bregða mér í jólasveinabúninginn og lauma einhverju fallegu í skó barnanna :)
3 ummæli:
Afhverju kemur sveinki ekki bara sjálfur....það gerði hann hjá mér og færði mér þessa dýrindis myndavél jiiidúddamía
Sæsa..ég get garanterað það að með auknum vísafærslum eykst jólaskapið! Ég er búin að renna gullmasternum mínum nokkrum sinnum núna í desember og er í svona glymrandi miklu jólaskapi að ég get ekkert lært...
njóttu næturvaktanna, þær eru unaður!
Ef þú kannski ferð og kaupir úr handa föður þínum eða móðir (eða kannski bara báðum á hálfa milljón eins og mér skillst að sé inn í dag á Íslandi þá efast ég ekki um að þú neyðist til að fara í jólaskap.
Kveðja úr Dk
Skrifa ummæli