laugardagur, desember 22, 2007

Jólahreingerningin

Ég er aldeilis búin að taka til hendinni síðan ég kom í sveitina. Í gær var eldhúsið þrifið og herbergið ,,mitt"tekið í gegn. Í dag var allt húsið skúrað og þurrkað af. Sérdeilis skemmtilegt. Hef ekki þurft að moppa gólfin neitt, mér til mikillar ánægju, því mamma keypti eitthvað tæki sem þýtur hér um gólfin og þrífur. Veit ekki hvað er í gangi með konuna en tækið virkar vel.
Einnig hef ég sett mikið í þvottavél enda finnst mér það gaman, veit ekki afhverju. Svo er komin nýr þurrkari á heimilið svo þurrkunin gengur eins í sögu.

Nú er ég hinsvegar sest niður með hvítvínsglas í hönd enda má það eftir erfiðið.

Á morgun höldum við systurnar í bæinn til að versla síðustu gjafirnar og taka jólastemmninguna í nefið. Þá mega jólin bara alveg fara að koma.

Engin ummæli: