Einnig hef ég sett mikið í þvottavél enda finnst mér það gaman, veit ekki afhverju. Svo er komin nýr þurrkari á heimilið svo þurrkunin gengur eins í sögu.
Nú er ég hinsvegar sest niður með hvítvínsglas í hönd enda má það eftir erfiðið.

Á morgun höldum við systurnar í bæinn til að versla síðustu gjafirnar og taka jólastemmninguna í nefið. Þá mega jólin bara alveg fara að koma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli