mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg jól

Vil nota tækifærið og óska vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég þakka fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem þið hafið gefið mér á síðasta/u ár.

Það ætti ekkert að koma á óvart að ég sendi ekki nein jólakort þetta árið frekar en oft áður. Markmiðið fyrir næstu jól er að föndra öll kortin og senda heilan helling. Þar sem ég verð nú ,,bara" vinnandi manneskja þá ætti ég að hafa allan heimsins tíma huhumm.
Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar og njótið tímans í rólegheitunum, það ætla ég svo sannarlega að gera.

Jólakveðja frá Sæsunni á Hvanneyri....þar sem snjóar og snjóar og er heitavatnslaust. Eins gott ég komist í jólabaðið.

1 ummæli:

Guðlaug Björk sagði...

KOSSAR OG KNÚS Í TILEFNI JÓLANNA