Dreif mig í sveitina í gær, um leið og tækifæri gafst til.
Hefði farið fyrr ef ekki hefði verið fyrir bekkjarkvöldið sem var á föstudagskvöldið. Átti notalega stund með stórum hluta bekkjarins. Borðuðum góðan mat, fórum í pakkaleik, drukkum jóla,,öl" og spjölluðum. Eigum ekki að mæta í skólann fyrr en 21. jan næst svo kannski á ég ekki eftir að hitta sum af mínum ástkæru bekkjarsystkinum í meira en mánuð. Sussubía.
Kom svo rétt mátulega í sveitasvæluna til þess að skera laufabrauð.
Er ekki frá því að hæfileikar mínir í útskurðinum aukist með hverju árinu sem líður. Hætt að nota útskurðarhjólið og geri nú allt fríhendis, það er ótrúlega fullorðins.
Angandi af steikingarfýlu fjölmennti fjölskyldan á leik í Lýsingarbikarnum þar sem Skallagrímur vann (að sjálfsögðu) FSU. Alltof langt síðan ég fór á leik. Kannski ágætt að fara ekki á of marga þar sem ég held að hjartað þoli það hreinlega ekki. Fer alveg á límingunum af spenning.
Í dag er móðir mín búin að vera á öðru hundraðinu í smákökubakstri. Held að nú þegar séu 4 ortir tilbúnar og eigum við systurnar að baka 3 í vikunni. Heimilið ilmar því hreint unaðslega núna.Hugsa að ég verði hér í sælunni fram á föstudag og reyni að rumpa síðasta verkefninu af. Get ekki sagt að það sé mikil tilhlökkun í því þar sem ég er löngu komin í jólafrí í huganum.En chop chop þetta hefst allt saman.
Ótrúlegir hlutir hafa gerst hér. Móðir mín keypti áskrift af Stöð 2 fyrir jólin, alveg af fúsum og frjálsum vilja. Þetta hefur bara aldrei gerst, sama hve mikið við systkinin höfum suðað síðustu árin. Ég veit því hvað ég á eftir að gera í fríinu með Rúv, Stöð 2, Sýn, Skjá 1 og Sirkus í húsinu. Það má því vænta þess að ég taki á móti nýju ári með all svakalega kassalaga augu.
5 ummæli:
Ég er búin að sjá það að það þýðir ekkert að suða....hún gerir ekkert þó við suðum.....en hinsvegar þegar við höfum ekki suðað í nokkur ár þá fara hlutirnar að gerast hjá kjellu:D
Ég held að ég hafi afsannað fyrir löngu með öllu mínu sjónvarpsglápi að augu geti orðið kassalaga! Þú getur því horft áhyggjulaus á Opruh (sem er það besta sem stöð 2 hefur upp á að bjóða) :D
Annars var það líka þannig á mínu heimili að við suðuðum mikið um stöð 2 en fengum aldrei, allir hinir í sveitinni voru með hana!!! En pabbi keypti síðan áskrift út af Idolinu íslenska, það var líka það eina sem við horfðum á á þessari blessuðu stöð þegar við loksins fengum hana...;)
Vá langt komment..næstum heilt blogg!!!
Það er alveg hreint ótrúlegt hvað getur komið yfir foreldra manns á gamalsaldri.
ég var líka að gera laufabrauð um helgina...mín skurðarhæfni hefur versnað með árunum!!! Enda hef ég ekki gert laufabrauð síðan þarna um árið þegar þið voruð memm í Ásabyggðinni..
koss og slurp frá mér til þín...
Steinunn ekki gleima að stöð tvö bíður líka upp á grey´s anatomy, prison preak, næturvaktina og stelpurnar...sem er allt margfallt betra en þessi fokking laugardagslög á rúv...en tja hvenær hefur maður svo sem tíma annan en um jólin að glápa á imban...En svo er náttúrulega sýn með enska boltan og meistaradeildina...en ykkur er sjálfsagt sama um það (steinunn og sæja). Þar sem litla systir þín Særún er á fullu í boltanum þá finnst mér það skilda þín að borga fyrir hana sýn svo hún missi ekki af þeim bestu í heimi sýna listir sínar á vellinum..djókmar slappaðaf
Sæja min tú verdur nú ad æfa tig ádur en tú ætlar ad eyda heilli viku hér í Danaveldi í afsloppun med 44 sjónvarpsdtodvar. Kannski tú getir líka bordad nokkrar smákokur fyrir mig tar sem ég veit ekki annars hvernig ég kem tessu øllu út.
Kvedja af næturvakt á Skejby
(tad var verid ad velja tad besta sjúkrahús i Dk, ekki amalegt tad)
Skrifa ummæli