Annarsvegar þessum tveim, Nikolaj og Julie, og þáttunum um þau. Kláraði að horfa á seríuna í gær, í líklega annað sinn, og ekki fæ ég leið á þeim. Þau eru bara svo falleg og allt fólkið í kringum þau. Fá mig til að hlæja og gráta og allt þar á milli.

Ef einhver hefur ekki verið þeirrar gæfu aðnjótandi að horfa á þessa þætti þá er minnsta málið að droppa við og fá diskana lánaða.
Í leiðinni gæti sá hinn sami fengið sér kaffisopa hjá mér úr unaðskaffivélinni minni sem er einmitt hinn hluturinn sem ég er ástfangin af í dag.

Hún er ekki bara falleg heldur gerir hún unaðsgott kaffi handa mér á örfáum sekúndum. Við eigum eftir að eiga svo góðar stundir saman mmmm.
e.s. Vil líka benda á hve yndislegt titillagið úr Nikolaj og Julie er, Right next to the right one eftir Tim Christensen. Það er hægt að hlusta á það hér. Ég er alls ekki sátt við Celine Dion sem er búin að gefa lagið út og hvað þá Einar Ágúst sem hefur gert íslenskan texta við lagið pifff.
Tim-arinn er EINI flytjandinn.
7 ummæli:
Vá, segi það með þér. Hvað er Einar Ágúst að meina? Það fer enginn í fótspor Tims. Hef samt ekki heyrt þeta með Sellu...
það var þá ekki að Selurinn og Einar Ágúst fengju lag lánað til að gefa út, Vona að Tim nokkur sé að græða eitthvað á því að selja selnum lagið sitt fallega. Hvernig væri samt að semja sjálf lög/texta stundum...þau gera það hvorug.
Svoleiðis tónlistarfólk er svindltónlistarfólk!!
Haha takið þið eftir því hvað allir eru megadanskir á þessum tónleikum?!
Almáttugur!! Pant ég fá Nikolaj og Julie lánuð við tækifæri .. ohh ég bara fæ sæluhroll við tilhugsunina:) MMMMmmmMMMmmmMM!!
ok ég varð bara að láta tig vita, ég er í vinnunni og föst á bið í símanum og hvaða lag er á biðinni.. jújú, einar ágúst að nauðga right next to the right one.. var ekki búin að heyra þennan horbjóð. subbulegt
Særún mín kæra! Ég pant fá lánaða seríuna....;) Gangi þér samt vel í að toppa mig í því að horfa jafn oft á þessa seríu og ég hef horft á Sex and the city! En talandi um SATC þá fer nú að styttast í útgáfu myndarinnar góðu! Ég get vart beðið eftir þessum unaði;)
kv. Alla
Já Nikolaj og Julie eru ómissandi í smá "hygge" uppí sófa...tralla. En hvernig er með þessa kaffivél, hún lítur stórvel út, var þetta afmælisgjöf til þín frá þér?..ehe. Ertu til í að senda mér heimilisfangið þitt, fagra snót?
Skrifa ummæli