miðvikudagur, janúar 30, 2008

Jájá

Það er ekki að spyrja að því að afmælisdagurinn var hreint yndislegur.

Byrjaði daginn á því að fara í vinnuna sem var bara notalegt. Fékk meira að segja afmælisköku og fallegt kort frá börnunum.


Aðalhúllumhæið var þó um kvöldið en þá heiðruðu nokkrar föngulegar dömur mig með nærveru sinni. Það var sumsé partý hér í híbýlum mínum fyrir útvalda enda íbúðin í minna lagi og heppnaðist gleðskapurinn glimrandi vel þökk sé stúlkunum öllum.


Hápunktur kvöldsins var án efa verið þegar ungur karlmaður birtist algjörlega óvænt og söng fallegt lag til mín. Fannst það svoldið vandræðalegt en surprise atburðir eru alltaf skemmtilegir og líklega það sem ég á eftir að muna hvað best eftir úr afmælinu.


Takk þið allar sem mættuð og takk kærlega fyrir mig! Fékk alveg glás af hrikalega fallegum gjöfum....sem þýðir klárlega að maður á alltaf að halda upp á afmælið sitt :)

Var ekki nógu dugleg með myndavélina en hér eru einhverjar myndir.


Ingibjörg, Kristjana og Helena hressar í byrjun kvölds



Habba og Thelma voru það líka



Svolítið vandræðalegt móment þarna en afskaplega fallegt:)


Ég og Steinunn, aðdáunin skín úr augum Steinunnar....ekki að spyrja að því.


Anna Margrét tók þemað alvarlega og mætti með þessi fallegu gleraugu


Við Steinunn sætar og fínar á leið út

Nokkrar fleiri myndir inni á Facebook.


Heilsan var hreint ekki svo slæm á sunnudeginum sem er ótrúlegt miðað við mig. Mætti í vinnuna um 4 og lifðu daginn af með ágætum.

Miðað við aldur og fyrri störf bjóst ég allt eins við tveggja daga þynnku en kannski aldurinn hafi bara svona góð áhrif...jah ég veit ekki, það á líklega eftir að koma í ljós.
~~~
Gaman líka að segja frá því að í gær gerði ég mér dagamun ásamt Steinunni, Jóhönnu og Gullu og fórum við að sjá Brúðgumann í bíói. Það er ekki annað hægt en að mæla með henni, allavega hló ótrúlega mikið...svo mikið reyndar að Gulla var að verða vandræðaleg við hlið, ekki að það þurfi mikið til. Væri alveg til í að sjá Ivanov núna sem handritið af Brúðgumanum er lauslega byggt á. Kannski maður skelli sér bara í leikhús bráðlega.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér leikur forvitni á að vita hvaða unaðslegi karlmaður þetta var sem kom og söng svona fallega til þín?;)
kv. Alla

Guðlaug Björk sagði...

hei förum á ivanov og grátum saman. Eða aðallega þú. Ég er aldrei nokkurntíman vandræðaleg...hvaðan grófstu þessa vitleysu upp.

Guðlaug Björk sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Steinunn sagði...

Ha? hver var að skrifa eitthvað leiðinlegt í kommentakerfið??

Já myndirnar af okkur eru einstaklega fallegar, ekki er að sjá á mér að ég er mökkölvuð;)

Guðlaug Björk sagði...

uhh ég tek þetta á mig en mitt komment birtist tvisvar í röð svo ég bara smellti á ruslatunnuna og bomm það hvarf. Algjör óþarfi að það sé lesið tvisvar sama kommentið;)það er tímaeyðsla

Nafnlaus sagði...

Mikið berðu aldurinn vel Særún mín, ég segi nú bara til hamingju með það :) Og eins og hún Unnur okkar á 32 hefði sagt; Til hamingju með allt milli himins og jarðar!

Bestu kveðjur úr rennblautri rigningunni í Viborg, Katrín

p.s. já ég kannast ansi vel við gleraugun sem Anna Margrét ber svona glæsilega á einni myndinni ;)