þriðjudagur, janúar 08, 2008

Nýtt ár, nýjir tímar

Ég ætla rétt að vona að það séu fleiri í mínum sporum þ.e. að nenna ekki að snúa í hversdagsleikann á ný. Eftir rúmar tvær vikur af algjörum notalegheitum er alltof erfitt að þurfa að fara að gera eitthvað af viti.
Nýtt ár þýðir aðeins eitt hjá mér.....BA-ritgerð og verknám.

Ég verð líklega að sætta mig við að maður getur ekki endalaust hangið og haft það notalegt, ja allavega ekki eins notalegt og ég hafði það í Danaveldi yfir áramótin. Ef lífið væri alltaf svoleiðis fengi maður enga tilbreytingu í tilveruna og einskis til að hlakka til.

Ég eyddi sumsé heilli viku í Árósum yfir áramótin, frá 29. des til 6. jan og var það a-ö unaður.
Gerðum sem mest í því að gera ekki neitt heldur njóta þess bara að vera saman.

Brutum þó dagana upp á ýmsan hátt. Fórum t.d. í nokkrar góðar verslunarferðir, þurfti meira að segja að kaupa mér nýtt ferðatöskusett svo mikið var verslað. Heheh neinei ég var nú ekki svo kaupóð, mig sárvantaði bara nýja ferðatösku.

Nýju ári var fagnað á hefðbundin hátt eða svo til. Borðuðum dýrindis strút, lamb og kengúru matreitt af mági mínum. Kannski ekki hefðbundin matur en góður var hann.
Lögðum svo leið okkar upp á hæð eina í grenndinni til þess að skjóta upp gríðarmagni af flugeldum og auðvitað til að fá betra útsýni. Ekki dugði minna til en tvíburakerra til að ferja flugeldina því ekki var hægt að bera þá, heil flugeldasýning af bestu gerð þar á ferð.
Vorum í fyrra lagi þ.e. um 11 leytið en það kom ekki af sök þar sem Danir eru ansi sprengiglaðir, jafnvel verri en Íslendingar.
Horfðum svo á niðurtalningu frá Ráðhústorginu í Köben og skáluðum fyrir nýju ári. Nýársnótt eyddum við fyrir framan sjónvarpið sem var ekkert slæmt enda Madonna í öllu sínu veldi á skjánum.

Á nýársdag var farið í messu í hverfiskirkjunni. Ég er nú ekkert sérstaklega kirkjurækinn á Íslandi svo það hljómar kannski einkennilega að ég fari í messu í Danaveldi en satt best að segja var það bara nokkuð notalegt. Skildi kannski ekki allt sem prelli sagði en hvað um það, kórinn var góður og ég hafði sálmabók til að fylgjast með. Komst að því mér til mikillar skemmtunar að Faðir vorið er nánast eins á báðum tungumálum.
Á eftir var messukaffi þar sem boðið var uppá kransaköku og snafs. Kannski ég færi oftar í kirkju ef svoleiðis væri á boðstólnum hér.

Við nýttum svo dagana í að fara í sund í Horsens, Go-kart þar sem ég sannaði ökusnilli mína og gerði mér lítið fyrir og rústaði systrum mínum. Fórum svo í Legeland sem er stórt hús fullt af allskyns leiktækjum t.d. hoppuköstulum, uppblásnum rennibrautum, spilakössum o.fl. Ég viðurkenni alveg að þar inni varð ég móð af æsing og þurfti að setjast niður í smá tíma til að ná andanum. Ekki var verra að hægt var að setjast í nuddstól til að jafna sig eftir æsinginn. Algjör paradís fyrir stórt barn eins og mig.

Vikan í Danaveldi var sumsé unaðsleg og kom ég eins og alltaf með þynnra veski tilbaka en léttari lund. Góð skipti það.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim! Gaman að lesa um það hvað þú hafðir það gott úti ;) Við þurfum að fara að hittast fljótlega matgæðingaklúbburinn og spila kannski... já og skoða litla barnið! Verum í bandi og takk fyrir fallegt komment :*

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir sídast elsku systir
Tad er ekki frá tví ad tad sé hálf tómlegt eftir ad tid yfirgáfud svædid. En hér er allt ad komast í tad vanalega. Stelpurnar voru reyndar hálf ósáttar fyrsta daginn í leikskólanum tar sem tær héldu ad nú væru tær ordnar stórar og ad byrja í stóra skólanum.
Kvedja af næturvakt.

Sæja sagði...

Haahahha greyin. Við höfum kannski ruglað þær enda var mikið talað um skólann.