Fór því og keypti mér 9 mánaða kort í Baðhúsið áðan. Keypti ekki aðeins kortið heldur púlaði heil ósköp. Komu minnar hefur greinilega verið beðið með eftirvæntingu og var því vel tekið á móti mér. Það sá hin eina sanna Linda Pé um. Með tárin í augunum (af gleði að sjálfsögðu) bauð hún mig velkomna. Ef ekki fyrir mig þá, fyrir hana mun ég reyna að mæta sem best. Ég má ekki bregðast henni.
Ótrúlegt en satt þá lét hún mig samt borga fyrir kortið. Æ, ætli hún millifæri það ekki bara til baka við tækifæri.

Vona að ég hafi ekki litið svona út.
Ástæða þess að ég er að skrifa um þessi kortakaup mín er fyrst og fremst til þess að sem flestir af þeim sem ég þekki viti af því og geti því hvatt mig áfram í að mæta í ræktina.
Ég held það veiti ekki af.
Enn sem komið er líður mér undursamlega, sjáum til hvort líðanin verði eins góð þegar ég fer frám úr rúminu í fyrramálið.
4 ummæli:
Gó beibí gó! Mér líst vel á þetta plan og held að ég ætti að reyna að taka mér þig til fyrirmyndar! Bið að heilsa Lindu og hlakka til að sjá byssurnar þínar í næstu heimsókn á klakann. Þær verða þá væntanlega orðnar svakalegar!
-Margrét
Ég þakka ánægjulega samveru í Danaveldi og er ég ekki frá því að ég sjái bara ekkert eftir peningunum sem fóru í fatakaup og þess háttar;) Ég á þó minnisvarða úr Go-kartinu ekki þú;)...húfan er á góðum stað! Langaði að segja þér að ég get varla setið fyrir harðsperrum í rassinum, þar sem við tókum eina létta dauðagöngu á æfingu í gær;) unaður það:)
kv. Alla
Sæsa mín, heilsurækt er klárlega ofmetin! Hvers vegna ekki barað æla matnum í staðin. Það er ógeðslega næs!
Á ég kannski barað hafa Myoplex fyrir þig á miðvikudaginn? Get alveg blandað því út í skyr&banana&klaka og gert handa þér sjeik, meðan við drekkum rjómann af stút:)
Koma svo Sæja, lýst á thig!! Nú geturdu ekki svikist um ad mæta á æfingu thar sem sjálf Linda Pé bidur eftir thér ;) Túrinn til Danaveldis hljómar mjøg vel og sé ég ad thid familian hafid haft thad gott. Thú getur thó stætt thig af kirkjuferdinni, ég á thad enn eftir. Kannski ef messukaffi er í bodi thá skellir madur sér...
Skrifa ummæli