föstudagur, febrúar 08, 2008

Þannig er nú það....

Steinka strútur sagðist bara verða sjálf pirrpú þegar hún sæi sífellt Pirripú færsluna efst. Úr því verður að bæta.
Fyrsta verknámsvikan búin og er hún búin að vera hreint ansi góð. Mjög notalegt að koma aftur á Sólborg og hitta allt starfsfólkið og börnin aftur. Mér sýnist eftir þessa viku að ég eigi eftir að hafa nóg að gera sem er ekki verra. Nú er bara að spýta í lófana, held mér veiti ekki af því.

Framundan er unaðsleg vinnuhelgi. Efast um að ég geri eitthvað annað en að vinna og slappa af, hef líklega ekki orku í annað.

Fékk ,,miður" skemmtilega heimsókn áðan frá nágranna mínum úr næstu íbúð. Þá vildi hann bara benda mér á þennan gríðarstóra ,,lolla" sem var beint undir póstkassanum mínum. Ekki svo fögur sjón og vil ég helst ekki vita hvort hann hafi verið úr manneskju eða dýri. Sem betur fer brugðust húsverðirnir fljótt við og fjarlægðu óbjóðinn.

Næsta tilhlökkunarefni er næsta helgi þar sem ég hef fyrir löngu planað að fara heim í sveitina. Er farin að sakna fjöllunnar heilan helling og ætla því að skella mér í eilítið dekur til þeirra.

2 ummæli:

Steinunn sagði...

Já það er ekki gaman að fá kúk í pósti! Hver ætli sé leynilegi aðdándinn?

Guðlaug Björk sagði...

ojjj shitturinn. Í hvaða skugglalega gettói býrð þú særún??