Á síðustu 3 vikum er ég búin að fara 4 sinnum í bíó sem er líklega oftar en á öllu síðasta ári.
Byrjaði á að sjá Brúðgumann sem var sérdeilis skemmtileg og kom það mér á óvart. Vissi svo sem ekki við hverju var að búast en ég skellti allavega uppúr nokkrum sinnum sem er sönnun þess að myndin var ágætis afþreying. (fann ekki mynd)
Næsta mynd sem ég sá var Atonement.

Afskaplega falleg mynd og vel leikin. Svolítið löng en hélt athygli minni engu að síður allan tímann. Hef aldrei verið sérstaklega hrifin af Keira Knightley en blessunin var bara nokkuð góð. Nú bíð ég spennt eftir að fá bókina að láni...býst við að hún sé enn betri.
Þriðja myndin var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir og ekki mjög menningarleg svosem. Fór í vinnunni á Ástrík og olympíuleikana. Ekki mörgum orðum um hana að fara....annað en að ég sofnaði yfir henni. Segir ansi mikið.
Þriðja myndin var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir og ekki mjög menningarleg svosem. Fór í vinnunni á Ástrík og olympíuleikana. Ekki mörgum orðum um hana að fara....annað en að ég sofnaði yfir henni. Segir ansi mikið.
Í gær fór ég svo á P.S. I love you. Ekta rómantísk/gamanmynd en hvað um það, falleg var hún. Henni hlotnast líka sá heiður að vera sú mynd sem ég hef grenjað hvað mest yfir. Ekki amalegur heiður það. Ég get svo svarið það að ég hefði þurft nokkrar servíettur með mér. Ég var ekki fyrr búin að jafna mig á einu grát atriði þegar annað byrjaði. Á tímabili lá við að ég fengi ekka.

Nú svo fór ég í leikhús í síðustu viku. Sá Baðstofuna eftir Hugleik Dagsson. Gat ekki verið þekkt fyrir annað en að sjá allar sýningar eftir hann þar sem ég er mikill aðdáandi og á flestar bækurnar hans. Þessi sýning olli mér engum vonbrigðum svosem. Ég hló heil ósköp eins og við var að búast. Á tímabíli hugsaði ég nú með mér að súrari mann væri vart að finna og jaðraði við að súrleikinn væri of mikill. En á heildina litið fín sýning, þó ég verði að viðurkenna að Forðist okkur var lang best.
9 ummæli:
Jesús minn ég hélt í langan tíma á P.s I love you að þú værir svona kvefuð særún...svo fór mer að heyrast Steinunn á hinum endanum vera líka kvefuð þannig að ég ákvað nú að tékka á ykkur, en þá voru þið báðar hágrenjandi og greinilega búnar að vera lengi...þessi mynd var ekki alveg my cup of tea..hefði svo sem átt að vita það sjálf...en vá ekki myndi ég nenna að lesa bókina sem hún er gerð eftir....hún hlítur að vera langdregnari en kínamúrinn.
Á fálkagötunni situr uppi í hillu eintak af friðþægingu, þér er velkomið að fá hana lánaða. Sigmar ætti að geta fundið hana handa þér:) Sá að það er verið að fara að frumsýna flugdrekahlauparann, býst nú við að þú getir fellt nokkur fögur yfir henni við tækifæri. Maggie-Sue
Sko ég vissi að þið mynduð væla úr ykkur augun!!! Ég vissi reyndar líka að Gulla myndi ekki væla... hún gerir það bara í einrúmi, heim og undir sæng. En ég er að vinna í því að opna hana. Ég er búin að setja markmið og er að finna leiðir að þeim :)
p.s. ég var með kökk í hálsinu alla helv... myndina og gat varla einbeitt mér að sögunni, þarf þess vegna að horfa á hana aftur!
Góð saga Jóhanna.haha;)
Ég á líka Friðþægingu eins og þú veist, en ég kemst barasta ekkert áfram í henni þar sem að ég veit hvernig hún endar! Þú mátt alveg fá hana lánaða;)
Hins vegar langar mig að lesa bókina P.S. I love you, ég er viss um að hún sé enn fallegri en myndin!
Hvað segið þið annars stúlkur? Ferðalag um Írland??;) (Halli sagði að hössl væri í lagi ef maðurinn er í öðrum skónúmeratug en hann, nú er bara tsjallendsið að finna írskan mann í skóstærð 30- eða 50 og eitthvað!)
Já mér líst vel á ferðalag til Íslands og ef allir mennirnir eru eins og kapparnir í myndinni þá vil ég fara A.S.A.P.
Til Íslands? Tjah við getum alveg skellt okkur hringinn en karlmennirnir eru ekki eins og gæjarnir í myndinni...
Sæl systir
Er ekki verið að frumsýna flugdrekahlauparann í kvöld. Hvar ert þú?
Annars er hún fyrir löngu komin hér í bíó en ég er ekki ennþá búin að hafa mig í það að finna barnapíu og koma mér af stað. Ætli það verði ekki beðið eftir DVD.
Kveðja frá DK
Hún er því miður ekki frumsýnd fyrr en 29. Við erum alltaf svo á eftir hér. Reyndar er búið að forsýna hana tvisvar en mér var ekki boðið í hvorugt skiptið...finnst það nú frekar fúlt.
Ég álpaðist nú inná síðu Íslendingafélagsins. Þar voru allavega tvær stelpur að auglýsa sig sem barnapíur. Kannski þú ættir að kíkja á það svo þú komist í bíó.
Skrifa ummæli