mánudagur, mars 17, 2008

...

Mér finnst alltaf jafn gott að vakna í sveitinni.
Það er eitthvað svo hljótt og rólegt hérna. Enginn umferðarniður eða læti í skólabörnum eins og í Reykjavíkinni. Fuglarnir syngja lög fyrir mann eins og þeim sé borgað fyrir það.

Núna hefur samt eitthvað breyst.

Klukkan ekki nema rétt rúmlega 9 og drengurinn í næsta húsi lemur á trommurnar sínar eins og enginn sé morgundagurinn. Ef þetta heldur áfram næstu morgna þá finn ég mig líklega knúna til að fara yfir og biðja hann vinsamlega að hætta. Þetta tromm passar ekki inn í mynd mína um rólegan og notalegan morgun á Hvanneyrinni.

1 ummæli:

Guðlaug Björk sagði...

ohh var einmitt að hugsa það í dag hvað mig langar að kaupa mér trommusett. Kannski ég skoppist til stráksins og steli hans...það er okkur báðum í hag.