miðvikudagur, mars 19, 2008

James Blunt

Kannski ekkert uppáhalds tónlistarmaðurinn minn en samt varð ég öll spennt í morgun þegar ég frétti að hann væri á leiðinni til landsins.
Held það sé pottþétt mál að ég fer á tónleikana hans 12. júní.
Komst að því áðan þegar ég hlustaði á lögin sem ég er með á i-podnum að það er vel hlustandi á ansi mörg þeirra.
Ætla ekki að missa af þessu tækifæri.
Hver kemur með?

6 ummæli:

Steinunn sagði...

Ég! Veit það er ekki svalt að viðurkenna að maður fílar Bluntarann en það geri ég, allavega svona 1/3 af því sem hann syngur svo ég verð deitið þitt á tónleikana:D

Nafnlaus sagði...

Ég kem klárlega....það er að segja ef ég er ekki á æfingu eða að keppa!
kv. Alla

Guðlaug Björk sagði...

ég verð ælandi fyrir utan og bíð með ælupokana fyrir aðra gesti.
Stúlkur komið með mér á Bob Dylan heldur en þetta garnagaul. Svo hlakka ég óskaplega til stefnumóts okkar Claptons á sjálfann afmælisdaginn minn.
En hvað veit ég...ég fæddist á kolvitlausu tímabili

Sæja sagði...

Ó Gulla þú verður grenjandi fyrir utan með eftirsjá að hafa ekki keypt miða....raulandi:

,,I would call you up every Saturday night
And we'd both stay out till the morning light
And we sang, "Here we go again"
And though time goes by
I will always be
In a club with you
In 1973
Singing "Here we go again"."

Sæja sagði...

Æ svo verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei hlustað neitt af ráði á kauðana, leiðilegt en satt.
Þá er ekkert gaman að vera örsmá stelpa í B-stæði í Egilshöll og sjá ekki skít. Ég upplifði það á Duran.

Guðlaug Björk sagði...

Nú ég verð þarna með nokkrum famelíu meðlimum á claptoninum..Gaman að segja frá því að miðinn góði fékkst í forgangssölu...og einhverjar eru líkurnar á því að maður taki í spaðann á manninum. Mun því án efa verða dýrðar afmælisdagur hjá gömlunni