miðvikudagur, mars 12, 2008

Gærkvöldið


Ég, Steinunn og Felli minn áttum heitt stefnumót við hann þennan og vini hans í Kommúnuninni í gærkvöldi. Heitt var það.

Við áttum svo góða stund saman. Var með fiðrildi í maganum allan tímann og brosið fór vart af mér. Þvílík skemmtun.

Þau voru öll svo flott saman og óhætt að mæla með þessari sýningu. Fyndið líka að maður tekur ekkert eftir því að leikið er á íslensku, ensku og smá spænsku. Mjög skemmtilegt.
Eiginlega skömm af því að missa af henni þar
sem möguleiki er að sjá svo góða leikara eins og hann Gael, Elena Anaya og að sjálfsögðu allt liðið í Vesturport. Gael er líka léttklæddur í stykkinu sem er ekki verra:)
Vissi svo sem ekki mikið um Elena en googlaði hana og hún er náttúrulega ekki leikkona af verri endanum lék t.d. í Hable con ella sem er ein af mörgum góðum spænskum myndum.
Nú þarf ég eiginlega bara að setjast yfir allar myndirnar með þeim tveim.
Allir í leikhús á Kommúnuna!

1 ummæli:

Steinunn sagði...

Ójá það var heitt í salnum! Vona að gömlu hjónin hafi komist heim..!