laugardagur, maí 10, 2008

Gasuda Damada, Skål, Skál!!!

Er svo uppgefin en líður samt svo vel.

Síðasta sunnudag var ég enganvegin að nenna að takast á við vikuna sem framundan var.
Kom mér í norrænt samstarf í skólanum ásamt stelpunum mínum og til kastanna kom var ég svo ekki í gírnum til að mingla við nýtt fólk, vera hress og gáfuleg.

En núna þegar vikan er liðin væri ég alveg til í að endurtaka hana aftur og aftur.

Það var svo gaman og það líklega allt skemmtilega fólkinu sem ég kynntist að þakka.
Danirnir voru ligeglad og Grænlensku stelpurnar hressar.

Dagskráin var þétt, fjölbreytt og skemmtileg. Dagarnir byrjuðu á hristi-saman leikjum, svo voru fyrirlestrar og umræðuhópar. Fórum líka í nokkrar heimsóknir og eyddum heilum degi í að skoða fallega landið okkar.
Að sjálfsögðu gleymdum við ekki að skemmta okkur og var haldið megapartý á þriðjudaginn, minna á fimmtudaginn og enn minna á föstudaginn.
Þriðjudagspertýið sló allt út. Jesús góður.....það var drukkið og dansað og það voru nágrannar mínir ekki hressir með, vægast sagt. Svo óhressir að þeir sendu lögguna á okkur. En það var í lagi.

Kannski er ég full dramatísk en ég svíf á bleiku skýi.....og stelpurnar eru örugglega sammála mér.
Nú er ég í sveitinni og þarf aðeins að hlaða batteríin því þau eru galtóm. Kannski ég losi líkama minn við allt alkohóið sem ég innbyrgði...úff. Þarf líka að rifja upp íslenskuna mína...blanda af íslensku, dönsku, ensku og spænsku í fimm daga fór alveg með mig.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jáhh mér líður nákvæmlega eins... þetta er mjög skrítið en þessi vika var bara yndisleg og svo skemmtileg! Takk fyrir allt ;) Hafðu það gott í sveitinni þinni!!! knús

Kristjana Páls sagði...

jiminn sæsa mín:D:D

Hulda hefur talað... sagði...

ohhhh elskan unaðslegt ad lesa þetta...gott ad tad sé svona gaman hjá þér. Njóttu sveitarinnar og ef þú værir til í að hlaða batteríin mín aðeins í leiðinnni þá væri það vel þegið.
Með fyrirfram þökk,
Hulda

Guðlaug Björk sagði...

já hressandi vika að baki og ég er með dönsku á heilanum...leiðinlegt samt að geta ekki notað hana til þess að tala við dani og grænlendinga...Ég er búin að vera að sletta alskonar við íslenska vini og vandamenn. Ég er að pæla í að kaupa mér ný batterí..kemuru með...Þessi eru alltaf í hleðslu..tæmast mjög ´fljótt og eru orðin gömu og lúin

Steinunn sagði...

Já þetta var svo sannarlega gaman! Vildi að við værum að fara svo næst til þeirra...þú verður allavega að reyna að rekast á eitthvað af liðinu í Árósum;)...bíddu hvenær ferðu aftur þangað??

Sæja sagði...

Þann unaðsdag 14. júlí. Kemuru með:)

Nafnlaus sagði...

Hvernig komst spænskan inní myndina thegar um var ad ræda Dani og Grænlendinga?? Hljómar annars eins og vel heppnud vika :)

Sæja sagði...

Spænskan er aldrei langt undan. Blessaðir Danirnir þóttust vera eitthvað góðir í henni svo ég sló um mig með nokkrum vel völdum setningum.

Sæja sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Guðlaug Björk sagði...

Nú svo töluðum við líka reibrennandi swahili-tungumálið. Þannig að mikið af tungumálunum til að koma upplýsingum á milli fólks.
Mikil lifandi ósköp er ég fegin að þurfa ekki að slá inn staðfestingarkóða í þínu commentakerfi eins og hjá steinunni. Hjá henni tekur allan daginn að kommenta. Gott væri ef hún myndi taka þig til fyrirmyndar.
Takk og bless þinn tvillingur

Hulda hefur talað... sagði...

ellssskan tó tú sért í sumarfríi tá tydir tad ekki ad bloggid turfi ad liggja í dvala.

Kvedja frá netódu Hulda