fimmtudagur, maí 01, 2008

Æjjj

Eins mikið og ég elska sólina þá finnst mér hálf fúlt af henni að vera að skína svona skært þegar ég þarf að vera inni að læra. Hún má alveg bíða með þetta þangað til eftir helgi.




Ég er samt búin að stelast nokkrum sinnum út í dag til að njóta geisla þessarar elsku. Sat með kaffibollann minn áðan í algjörri steik...endaði á því að flýja inn, svo heitt var mér. Ótrúlegt hvað maður getur kvartað, það er annaðhvort of eða van. Ég hlakka til sumarsins, þá er margt á döfinni og engin tími til annars en að njóta lífsins.

Ég sit sveitt þessa stundina við að klára BA drusluna, tími til komin. Satt best að segja er ég að verða hálf leið á þessu ,,meistarverki" mínu.


Mánudagurinn er dagurinn. Þá sendi ég hana frá mér og hætti að hugsa um hana í bili. Meðgöngutíminn búinn að vera ansi langur, fæðingin innan seilingar og barnið verður fullorðið áður en maður veit af. Þá verður það að bjarga sér sjálft. Ég bíð bara eftir að sjá hvað verður úr því.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan mín, vildi bara kasta á þig kveðju og óska þér góðs gengis á síðustu metrunum með ritgerðina. Annars verðum við heima í júlí, a.m.k. að mestu þannig að þér er meira en velkomið að kíkja í heimsókn. Reyndar leyfi ég mér að fullyrða að ég verði sármóðguð ef þú kíkir ekki í kaffi ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta fer að verða búið hjá þér;) Hugsaðu bara til þess með tilhlökkun að það styttist óðum í sumarið og það þýðir að þú ert að koma heim til að vera með mér og Andrési í nokkra daga, við erum að fara á James Blunt og Oddný og Co. eru að koma heim:) Ooog þú ert að fara að útskrifast úr Kennó sem þýðir að þú þarft aldrei aftur að skrifa svona ritgerð frekar en þú vilt;) sjáumst eftir nokkra daga:)kv. Alla litla systir

Hulda hefur talað... sagði...

Er viss um að þú hafir alið gott barn í þennan heim, sem getur staðið á eigin fótum þegar mamma yfirgefur það og fer á vit sólarinnar og áhyggjuleysis.
Kiss og knús á lokasprettinum,
Hulda

Nafnlaus sagði...

Sælar við skemmtum okkur mjög vel á fyrirlestrinum þínum... Mjög flott hjá þér !!! Vonandi fáum við að lesa ritgerðina bráðlega :)

Kv Anna og Dagný