Reyndar hef ég gaman af Harry Potter og séð þær 2 í bíó en hef hinsvegar haft mikla fordóma gagnvart Narniu-myndunum.
Ég verð hér með að éta það ofan í mig og koma út úr skápnum með það að ég fór á Narniu-2, Prince Caspian í bíó áðan, reyndar í vinnunni en hvað með það ég skemmti mér svona stórvel og hef meira að segja hugsað mér að sjá fyrri myndina í bráð og hlakka til þegar sú þriðja kemur í bíó.
Ég held samt að hrifning mín á myndunum sé mikið til komin vegna þess hversu aðalleikarar hennar eru heitir þ.e. karlpeningurinn. Tveir þeirra eru reyndar algjör unglömb og líklega verð ég litin hornauga fyrir að hrífast af þeim en hvað um það....þeir verða orðnir eldri í þriðju myndinni:)
Til gamans má geta að drengirnir eru fæddir árin 1981, 1987 og 1991....já ok þessi ´91 er fullungur og kannski ekki kynþokkafullur en sætur er hann. Þess vegna birti ég ekki mynd af honum hér heldur bara hinum tveim......sjáið bara....

Þeir tveir eru alveg næg ástæða fyrir að sjá myndina....ég segi ekki annað.
8 ummæli:
Hva ætlarðu ekki að segja frá því þegar þú týndir símanum þínum?? Hvernig var sagan aftur....
nú ég var viðstödd þann atburð og get sagt frá þvi hér í stuttu máli.
Sæjan var að ganga niður brekku í laugardalnum fulla af 30 þúsund manns. Nú hún er með þessa líka risastóru tösku á annarri öxlinni. Ég er þarna að reiða hjólið mitt og haldandi á símanum mínum. Sæja er eitthvað ráfandi að setja dósir í poka sem hún þrykkir svo í ruslatunni með tilheyrandi tilþrifum eins og henni einni er lagið. Sæju er snögglega litið á mig og hugsar með sér þar sem ég er með símann minn í hendi og segir "djöfull er ég búin að týna símanum..ég verð að finna hann". Nú ég spyr sæju hvort hún ætlaði að flytja í laugardalinn því hún var með risatöskuna. Upptekin af símaleytinni svaraði sæja hálftíma seinna "nei Guðlaug afhverju spyrðu að því". En þarna stóð Sæja litla stund að leyta og leyta í risatöskunni og ég hringjandi í símann hennar...og viti menn...var ekki síminn góði í risatöskunni. Og sæja sem ætlaði upp í brekku aftur að leyta og ég veit ekki hvað og hvað.
Góð saga....´rifjar þetta eitthvað upp fyrir þér Steinunn mín?
Ahh já alveg rétt! Þetta er sannarlega góð saga:)
Hvað er eiginlega að ykkur. Þessi ,,týnda síma" saga er bara léleg...ég á þær margar betri.
Og hvað í andskotanum kemur hún þessu máli við...Steinunn ég segi bara góð saga við þig á móti.
Getur það verið að Særún Ósk hafi "týnt" símanum sínum! Var hann ekki í ólinni sinni Særún svo hann myndi nú ekki hlaupast á brott?;)
kv. Alla
Nei ég gerði það ekki og það var ekki einu sinni nálægt því í 1 sek. panikkaði ég en það var nú ekki meira.
Sjáiði Gulla og Steinunn ykkur væri hollast að tala minna því svona verða kjaftasögurnar til.
'87 er það ekki fullungt fyrir þig særún mín?? Ég hefði nú svosum alveg trúað þér til að hafa myndina af '91 líka!
'91 er heldur ekkert, hver vill ekki 17 ára kjánalegan ungling?
Skrifa ummæli