laugardagur, júlí 05, 2008

Sökker


Ég fór í Kubb í dag sem er kannski ekki frásögufærandi nema fyrir þá staðreynd að ég sökkaði stórlega.Þrátt fyrir ad vera í þrem mismunandi liðum með prýðisgóðum meðspilurum þá náði mitt lið alltaf að tapa og tel ég ad leikur minn hafi klárlega eitthvað með það að gera.Ég verð greinilega að fara í strangar æfingabúðir fyrir næstu keppni.Annars vil ég þakka keppendum dagsins þeim Margréti,Lindu,Helenu,Árna Steinari og Sigmari drengilega og góða keppni.Önju Sæberg vil ég líka þakka góða hvatningu,hennar vegna lét ég aldrei deigan síga. Til gamans má geta að á myndinni má sjá Möggu og Lindu gera sig líklegar til að rústa einum leiknum sem og þær gerðu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Who says NO?


home equity loan

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála home equity loan sem commentaði hérna á undan! Svo er ég líka á sama stað og þú í lífinu með það að sökka í kubb... svo engar áhyggjur;)
-Margrét

Nafnlaus sagði...

Þetta var annað sinn sem ég spilaði kubb - ég var ölvuð í hitt skiptið. samt náði ég að vera fríking góð í því. og svona heit bara líka.
Anja er stóð sig svona líka vel. að fara inn á völlinn til að trufla keppni virkaði það vel að mamma hennar vann 2 keppnir af 3..
annars er ég að elzka næstu helgi og geri ráð fyrir að kubb verði þar!

Nafnlaus sagði...

ooo mig langar í kubb! er bara ekkert búin að spila það í sumar! .. treysti á ykkur um helgina:)

Nafnlaus sagði...

Þokkalega vann ég líka tvisvar! Upprennandi kubbstjarna held ég bara svei mér þá!