miðvikudagur, október 22, 2008

Seint skrifa sumir en skrifa þó.

Þrátt fyrir efnahagshrun og leiðindi á landi ísa þá hef ég það fínt. Ég gerðist villt og ákvað að ditsa alla neikvæðni og svartsýni og finna mér eitthvað að hlakka til í svartasta skammdeginu.

Ég gerði mér lítið fyrir og pantaði 3 mánaða ferð til fjarlægðra og framandi landa ásamt ástkonum mínum þeim Ingibjörgu og Margréti.
Við ætlum sumsé að flýja land 6. jan og halda til Ástralíu og Asíu....úúú ég get vart beðið. Byrjum á Ástralíu í mánuð. Förum þaðan til Tælands, Laos og Kambodíu og endum í Kína. Unaðslegra getur það ekki verið. Meiri fréttir af ferðinni síðar en við erum allavega komnar með farmiðana í hendurnar og hættum ekki við héðan af.

Ekki veitir af að hafa það gott á þessum síðustu og verstu.


Hér verðum við.


Hér....

og hér...

Lífið gerist ekki öllu betra.

2 ummæli:

Guðlaug Björk sagði...

vó gaman gaman. Nú langar mig aftur í ferðalag. Má ég ekki bara troða mér í eina af töskunum ykkar.

Nafnlaus sagði...

Amiable brief and this mail helped me alot in my college assignement. Gratefulness you as your information.