fimmtudagur, desember 25, 2008

Jólin,jólin og allt sem þeim fylgir

Nýt jólanna í faðmi fjölskyldunnar.
Yndislegt aðfangadagskvöld liðið með öllu tilheyrandi.
Í dag, jóladag, er ferðinni heitið í árlegt jólaboð föðurfjölskyldunar. Að þessu sinni er það í Reykjavíkinni. Ágætt að fara í bæinn þar sem ég þarf að ná í eina jólagjöf sem gleymdist þar....klaufinn ég.

Líklega verður svo farið í Borgarnes annaðkvöld og kíkt á öldurhús bæjarins.

Á sunnudaginn skrepp ég svo á Selfoss í brúðkaup Sólveigar og Hróbjarts...ekki leiðilegt það.

Á svo eftir að vinna einn dag á leikskólanum...þriðjudaginn þrítugasta...eftir það tekur við undirbúningur reisunnar miklu með smá hléi til að fagna áramótunum.


Í dag eru 12 dagar þar til lagt verður í'ann. Óhætt að segja að smá spenningur í bland við stress sé komið í mann. En þetta veður stórkostlegt.


Ætla mér ekki að blogga hér á meðan ferðalaginu stendur....hægt er að fylgjast með ævintýrum okkar þremenningana á:

Endilega kíkið við :)

Engin ummæli: