miðvikudagur, desember 07, 2011

Bara af því að ég á að vera að lesa undir próf.

Það er aldrei betri tími til að flikka aðeins uppá bloggið sitt en þegar maður á að vera að lesa undir próf.

Var að skoða myndir frá því við vinkonurnar héldum okkar árlegu LitluTyppaJól. Rakst á þessa mynd sem sýnir hversu ótrúlega metnaðarfullar og hugmyndaríkar vinkonur ég á.
Við höfum alltaf pakkaleik nema ,,tvistið" í þessum er að gjafirnar þurfa að vera heimatilbúnar. Þegar við gerðum þetta fyrst þá bjóst ég ekki við að við myndum halda þessu áfram ár eftir ár. Mikið óskaplega er ég samt ánægð með það. 3 dögum fyrir LitluTyppaJólin, ár hvert, er ég við það að bugast vegna þess að hugmyndin er ómöguleg og framkvæmdin enn verri. Það gleymist svo alltaf þegar pakkarnir eru opnaðir. Þeir eru hver öðrum flottari og allar svo ánægðar með sinn. Ég er þegar farin að hlakka til að sjá pakkana að ári.

Best að fara að leggja höfuðið í bleyti um hvað ég töfra fram.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

At this moment I am goіng away tο dо my bгеaκfast, οncе having mу breаκfаst coming again to reaԁ adԁіtiοnаl nеωs.



Also visit mу hοmepage ... www.makemoneybuynsellcars.biz