sunnudagur, nóvember 19, 2006

,,Do I look like I give a damn"

Afhverju í ósköpunum er tíminn svona fljótur að líða akkúrat þegar hann hreinlega má það ekki. Þar sem líður óðum að prófum þá er alveg feikinóg að gera og sólarhringurinn nægir mér bara ekki. Viss um að fleiri eigi við sama vandamál að stríða. Ég setti mér t.d. markmið um helgina og hef ekki náð að klára nema rétt tæpan helminginn af því sem átti að gera. Ótrúlegt alveg hreint. En í stað þess að koma mér bara að verki í dag þá sit ég og skrifa hérna, skörp Særún!

Tók mér þó smá frí frá lærdómnum í gærkvöldi og skellti mér á Bond í fríðu föruneyti. Bondinn er heitur, alveg eldheitur. Daniel er sko enginn eftirbátur forvera sinna. Er enginn svakalegur Bond aðdáandi og hef því ekkert miklar skoðanir á honum en ég var ánægð með myndina. Gaman að sjá Bondinn harðann en samt svo mjúkann. Hann klikkar allavega ekki og fær mann alveg til að renna smá í sætinu. Mæli því eindregið með því að fara á Casino Royale.


Heitur, já alveg eld-sjóðandi-kraumandi-fuuuun HEITUR.

Yndislegt veðrið í dag, ekki amalegt að vakna af værum svefni og allt er orðið hvítt úti. Fátt betra en að sitja inni í svona veðri með kveikt á kertum og drekka gott kaffi svona rétt áður en maður dembir sér í lærdóminn.
Koma svo!

5 ummæli:

Hulda hefur talað... sagði...

Fannst setningin "Gaman að sjá Bondinn harðann en samt svo mjúkann" mjög dirty. Kannski er það bara ég sem er farin að sjá dirty hliðar á öllu sökum ástarlífs míns sem er "ikke-eksisterende".
Er ánægð með að sjá að kellan hafi svarað spurningalistanum hérna að neðan. Góð góð! Knús ást og allt það. Hulda

Sæja sagði...

Hehe var ekki búin að fatta það enda eru hugsanir mínar ekki eins sóðalegar og þínar.

Nafnlaus sagði...

Get ekki beðið eftir að sjá Bond...ég er samt meira spennt fyrir Mads Mikkelson...úúúlala

Sæja sagði...

Já Madsinn er líka flottur, hef samt aldrei verið neitt mikið fyrir hann, kannski það breytist núna.

Kristjana Páls sagði...

já ég gleymdi að minnast á það eftir bíóferðina að mér fannst Madsinn mjöög kynþokkafullur og ég myndi ekki slá hendinni á móti því að hitta hann "svo harðan en samt svo mjúkan"!!!
ertu ekki annars góð?