laugardagur, nóvember 25, 2006

Hún á afmæli í dag.

Þessi elska, hún Ingibjörg Hanna Björnsdóttir á afmæli í dag. Stúlkan er nánar tiltekið 22 ára. Í tilefni af því á að gera sér glaðan dag á eftir. Við stelpurnar ætlum að hittast og súpa jafnvel á nokkrum drykkjum og halda svo í bæinn og dansa til að gleyma. Gleyma hverju? Jahh ég hreinlega man það ekki.

Elskun Imban mín enn og aftur til hamingju með daginn og vona að þú hafir átt góðan afmælisdag.