miðvikudagur, mars 21, 2007

Hvað er að ske?

Svo sem ekki mikið. Hef því miður ekki verið að gera neitt svakalega upplífgandi síðustu vikuna. Seinasta helgi fór alveg í Heimapróf og vinnu, miður skemmtilegt það.
Á mánudaginn byrjaði ég í 6 vikna verknáminu mínu. Er á leikskólanum Klömbrum sem er í ekki nema 3 mínútna fjarlægð frá heimili mínu. Ekki slæmt það. Er sumsé búin að mæta tvo daga og líst ágætlega á. Kannski ekki hægt að dæma svo fljótt.
Meðfram því að fylgjast með starfi þroskaþjálfans inni á leikskólanum er ég að fylgjast með einni fatlaðri stelpu og á svo að gera einstaklingsáætlun um hana þar sem ég kem með hugmynd að einhverju atriði sem ég vil þjálfa hjá henni. Alvara málsins felst svo í að þjálfa þetta sérstaka atriði og sjá hvort ég nái markmiði mínu og einhverjum árangri. Sjáum til. Það kemur allt í ljós í byrjun maí þegar ég skila inn verkefnunum.

Ég er þó full tilhlökkunar út af næstu helgi en þá förum við nokkrar stelpuskjátur í sumarbústað uppí Þjórsárdal. Helginni verður eytt þar í algjörum unaði. Á milli þess sem við lærum munum við spila Kubb, borða góðan mat, fara á trúnó og í pottinn. Mikið sem ég hlakka til að komast útúr bænum í smá stund.

Reyndar er ekki svo langt í páskafríið en því ætla ég að eyða öllu á Hótel Mömmu í mjög svo góu yfirlæti.

Já það eru bjartir tímar framundan.

6 ummæli:

Kristjana Páls sagði...

sól sól í hvalfirði skín á þig ljúfan:D

Nafnlaus sagði...

Mikið hlakka ég til að þú komir heim í páskafríinu:D

Hulda hefur talað... sagði...

ohhh hvað þetta hljómar allt saman vel...
Hótel mamma mmmm....páskalæri mmmm...

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega allt að gerast á næstunni hjá þér og tóm gleði:) -yndilsegt!
Maggie-Sue

Nafnlaus sagði...

Yndilsegt er nýtt orð, þetta er ekki innsláttarvilla- MS

Nafnlaus sagði...

koss og knus
;* og :D

audur