- Brósi var fermdur og tókst fermingin og fermingarveislan gríðarvel. Held að drengurinn hafi bara verið ansi sáttur við daginn. Húsið fullt af gestum frá rúmlega eitt og var það enn þegar ég lét mig hverfa kl 11 um kvöldið. Að sjálfsögðu voru veitingarnar ekki af verri endanum og reyndi ég að borða sem mest enda einhver tími þangað til ég fæ næst veislumat hjá mömmu.
- Sökum viðburðarríks dags á sunnudag þá var hressleikinn í vinnunni á mánudag langt fyrir neðan meðaltal. Ég lifði hann þó af og á núna eftir 2 næturvaktir á þessari törn.
- Þar sem ég er að fara á næturvakt í kvöld ákvað ég að sofa til allavega 2 í dag. Það gekk ekki alveg upp þar sem nemendur Ísaksskóla eru greinilega ekki farnir í sumarfrí og greinilega ekki skólaliðinn þeirra háværi. Vaknaði við ógnar öskur hans um hádegi og ótrúlegt en satt þá er hann háværari en öll börnin til samans. Hugsa hlýlega til þriðjudagsins 5. júní þegar skólaslit eru og ég get sofið ótrufluð á morgnana.
- Hef fengið tvær óskir mínar uppfylltar síðustu daga. Önnur er sú að Brothers and sisters verða sýndir á Rúv í sumar. Vúhú Rúv að standa sig. Hin óskin er sú að grasbletturinn fyrir utan hjá mér yrði sleginn og það var rétt í þessu að gerast. Hugsa samt að ég hefði gert það betur en hvað um það ég þarf ekki að vaða það uppað lærum lengur.
- Er í fríi um helgina og vantar góðar ábendingar um hvað hægt er að gera skemmtilegt. Fjölskylda mín er svo elskuleg að flýja land til Danmerkur og skilja mig eina eftir á klakanum. Ég verð því að reyna að skemmta sjálfri mér einhvernvegin.
- Að lokum vil ég panta sól frá föstudegi til miðvikudags svo ég geti náð smá roða í kinnar því ekki fæ ég hann inni í álverinu svo mikið er víst.
miðvikudagur, maí 30, 2007
Dúddelídú
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ein hugmynd fyrir helgina er að skella sér til Egilsstaða... ég verð að vísu að vinna en þú getur þá bara rifjað upp gömul handtök með neðanþvottastykkin og svona með mér, er það ekki? Maggie-Sue
Neinei, ég er með miklu betri hugmynd - komdu í 90's partý með mér annaðkvöld og sumardjamm með okkur Thelmu á laugardagskvöldið!
Díll?
P.S. Mér þykir leitt að geta ekki boðið upp á neðanþvottastykki eins og Margrét, en ég skal reyna að bæta það upp með skemmtilegheitum...
Sæl vinkona, Hann Palli á RÚV er að standa sig sem fyrr!! Núna er helgin liðin þannig að ég get varla boðið þér upp á neitt. Hins vegar ætla ég að bjóða þér Akureyri 16. og 17. júní...ertu fersk í það? Og annað, glampar ekki uppúr kerjunum?
Skrifa ummæli