þriðjudagur, júní 19, 2007

Þetta vissi ég

Las í DV áðan að hin gríðarlega góða sápa Guiding Light eða Leiðarljós hefði fengið Emmy verðlaunin sem besta sápuóperan fyrir nokkrum dögum. Já þetta kom mér ekki á óvart og hef alltaf staðið föst á því að hér er á ferðinni hágæða sjónvarpsefni. Í tilefni af þessu horfði ég á þátt dagsins í heild sinni, aldrei þessu vant og varð ekki fyrir vonbrigðum.


Dagurinn í dag er merkilegur fyrir fleiri sakir því þessi elska hérna

á afmæli í dag og ekkert smá afmæli. Stúlkan á ekki eftir nema 75 ár í að verða aldargömul. Það verður fljótt að líða.

Innilega til hamingju með daginn Anna mín og skemmtu þér vel á tónleikunum í kvöld.

Engin ummæli: