miðvikudagur, júní 13, 2007

Ég mæli með...

...Road trip í góðum félagsskap (Ingibjörg) á sólríkum degi eins og í gær
...snúð með glassúr úr bakaríinu í Nóatúni á Selfossi, þeir kunna sko að troða glassúri yfir ALLAN snúðinn
...heimsókn til bekkjarsystur úr 4-f í sveitasæluna í Reykholti (syðra) og fá að hnoðast smá með nýfæddan erfingja hennar (Takk Heiða Pálrún og Lilja Björk fyrir að taka á móti okkur)
...því að þú kaupir 17. júní blómvönd um helgina...þeir eru rosa flottir, sá það með berum augum þegar þeir voru settir saman í gróðurhúsum fjölskyldunnar á Espiflöt í Reykholti
...að skoða Geysi eða Strokk öllu heldur ásamt öllum túristunum. Um að gera að reyna að hvetja Strokk svolítið svo hann sýni sig almennilega, hann var ekki alveg í sínu besta formi í gær
...því að labba eins nálægt Gullfossi og hægt er til að fá allann úðann úr fossinum yfir sig, það er virkilega hressandi
...að labba að enda regnbogans og leita að gullkistunni sem á að vera þar. Við Ingibjörg fundum hana ekki þrátt fyrir mikla leit
...að keyra til Þingvalla eftir gamla veginum frá Laugarvatni, ansi gaman að keyra eftir hlykkjóttum og ómalbikuðum vegi þar sem rollurnar voru ekkert að æsa sig þótt maður þyrfti að komast áfram
...að finna góða laut á Þingvöllum í síðdegissólinni til að snæða nestið sitt og fá útrás fyrir fíflinu inní sér
...laxasamlokunni frá Línu-samlokum á Selfossi
...leggjast fyrir framan sjónvarpið með bjór í hönd eftir svona unaðslegt Road-trip



Setti inn fleiri myndir hér
Ágætt að hafa farið að skoða alla þessa vinsælu ferðamannastaði þar sem ég þarf víst að bregða mér í gædgírinn og fara þangað aftur eftir tæpar tvær vikur þegar fjölskylda mín frá Spáni kemur í vikuheimsókn hingað til Íslands. Ég verð alveg á fullu þessa viku að sýna þeim allt það markverðasta á Suður og Vesturlandi. Það verður ekki leiðilegt og sérstaklega ekki að hitta Mayte, Juan, Blöncu og José aftur eftir 2 1/2 ár.


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég get vel ýmindað mér að þetta hafi verið skemmtilegt....en það er eitt sem ég verð að segja þér ef þú hefur ekki fattað það ennþá...Línu-samlokurnar eru hreinn viðbjóður!:D

Nafnlaus sagði...

Fallegt er þetta, bæði á myndunum og í minningunni

Nafnlaus sagði...

Ofsalega eruð þið nú myndarlegar elskurnar... sakna ykkar ;*

auður

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna elskan mín, mikið sem það var gaman að fá ykkur.
Lilja Björk sendir bros:)
Kveðja úr sveitinni
Heiða Pálrún

Nafnlaus sagði...

Er ekki sammála að línu samlokurnar séu viðbjóður..finnst þær BARA góðar..allavega þá finnst mér mjög snðugt hjá ykkur að taka svona ferðalag..maður geriri það allt of sjaldan! Hafðu það gott í sumar..sjáumst nú kanski eitthvað.
Kv úr Köben

Hulda hefur talað... sagði...

Jiii dúdda mía hvad þið eruð myndarlegar...hefði verið meira en til í smá roadara með ykkur og fá íslenska náttúru og kvenfegurð beint í æð. miss jú læk kreisí