föstudagur, júní 22, 2007

Sumarið er tíminn


Ég vildi að allir dagar væru eins og næstu tveir.

Í kvöld er grillpartý hjá Þroskaþjálfa bekknum mínum. Gleðin verður haldin í Mosó enda hið ógurlega Mosó mafía bekkjarins sem eru í skipulagsnefndinni. Svo ég fæ ekki einungis grill í kvöld heldur smá road trip í kaupbæti.
Veit ekki hvort Ásta eigi svona grill græju, lítið kolagrill er alveg nóg fyrir svínasneiðarnar mínar.

Á morgun er svo stórafmælispartýgleði hjá Önnu Friðriku þar sem allir gestir þurfa að mæta með höfuðfat. Ég er til í slaginn og búin að velja mér mitt. Hvað það er er hernaðarleyndarmál þangað til annaðkvöld.

Í tilefni afmælisins og þess og að LoVísa mín hreinlega æpti á mig þá keypti ég kjól til að klæðast í gleðskapnum. Hann er svo fallegur að ég grét næstum þegar ég keypti hann, verst að ég grét eiginlega líka vegna þjáninga LoVísu minnar. En ég verð falleg og fín og það er mikilvægast.


Fann þessa mynd af Önnu síðan á afmælinu hennar í fyrra. Efast ekki um að hún verði eins hress á morgun. Falleg er hún hvort sem hún er 24 ra eða 25 :)

Engin ummæli: