Átti yndislegan aðfangadag með fjölskyldu minni og fékk margar fallegar gjafir. Fór í árlegt jólaboð föðurfjölskyldunnar í gær og litlu munaði að við yrðum veðurteppt í bænum vegna rosalegs snjóbyls. Þegar heim var komið tókum við systkinin match í Gettu betur og sem betur fer er ég enn gáfaðri en þau. Þess verður örugglega ekki langt að bíða þar til samkeppnin verður enn harðari.
Í dag fórum við systkinin svo út í snjóinn. Planið var að gera snjókarl en eitthvað gekk það erfiðlega svo við enduðum í snjóslag. Leiðilegt að segja það að þó litli bróðir minn sé 10 árum yngri en ég þá ræður hann alveg við mig í slag. Held ég verði að fara að lyfta svo ég verði klárari í næsta slag.

Ætla að halda áfram að hafa það notalegt í faðmi fjölskyldunnar. Ekki nema 3 dagar þangað til stórfjölskyldan verður sameinuð í Danveldi:)
Setti inn nokkrar myndir hér
Setti inn nokkrar myndir hér
4 ummæli:
Sæl systir og gleidileg jól.
Ég er nú allveg sannfærd um ad ég myndi enntá hafa betur hvort sem tad væri slagur eda gettu betur. En vonandi reynir bara ekkert á tad. Vona ad tid verdid ekki vedurteppt tarna á klakanum.
Hlakka til ad sjá ykkur og er ad komast í áramótafrí eftir 2 1/2 tíma.
Kvedja frá Dk.
En fallegar myndir af ykkur systkinum, greinilega mjög jólalegt á Hvanneyri þessi jólin. Góða ferð til Danaveldis Sæsa mín Ben.- Margrét
Elsku Sæja.....gleðileg jól og gott að þau hafa verið þér góð. Þannig á það líka að vera.
Ég fór í fokkara partý um daginn og ég saknaði þín. Ekki á hverjum degi sem ég mæti í slíka unaðsfögnuði.
Vonandi förum við nú samt að sjást og ég verð að segja mikið rosalega lítur þú vel út stelpa!!!!!
Hafðu það best.........IB
Sæta spæta....mikið ofsalega eru þið fín og sæt systkinin. Vona að Danirnir fari vel með þig. Koss og knús Hulda
Skrifa ummæli