sunnudagur, mars 23, 2008

Gleðilega páska!

Sykursætur morgunmatur hjá mér eins og flestum öðrum.

Hefur aldrei fundist páskaeggin sjálf neitt sérstök heldur er það málshátturinn sem vekur mesta eftirvæntingu hjá mér. Það er af sem áður var þegar ég fékk stundum 5 páskaegg, nú eru þau 2 og ekki af stærstu gerð. Neinei þau eru nr. 2. Mamma ætlaði nú bara að gefa mér eitt en ég tuðaði svo mikið að hún hreinlega varð að gefa mér annað. Ég er sátt....eitt hefði alveg dugað en að sjálfsögðu neitaði ég ekki. Ég er líka hálffegin að hafa ekki fengið stærri egg....ég meika ekki meira súkkulaði.

Málshættirnir að þessu sinni hljóða svo:

,,Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"

,,Betri en beiskur sannleiki en blíðmál lygi"


Eigið gleðilega páska....ég ætla að halda áfram að borða...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sael elsku systir!
Ég sit hér á spáni í svona 25 stiga hita...eda tad var eithvad sirka í dag, og ég er ad tana mig í drasl! En ertu búin ad tékka á útvarpinu í fríhofninni? ég tékka í tolvu potttett adur en eg fer heim, en vid sjaumst sidar;)

kv. Alla

Sæja sagði...

Tækið á að vera frátekið í grænum lit, á þínu nafni í fríhöfninni. Er líklega geymt inni á lager, þeir ættu að vita það.
Ef það er ekki til grænt viltu þá kaupa bara annan lit en tékka fyrst hvort það sé ekki örugglega hægt að skipta því hér í Reykjavík.
Verð búin að leggja inná þig.
Sæja

Nafnlaus sagði...

Ég skal gera tetta....en ter til mikillar lukku vonandi...og ég vona ad tú sért ekki búin ad kaupa svona....tá keypti ég gull litudu eyrnalokkana í H&M handa tér sem vid leytudum svo mikid ad í DK;)

kv. Alla

Nafnlaus sagði...

Sælar báðar tvær Særún og Alla
ég veit ekki hvernig ég á að ná í Öllu.
Alla eigum við ekki að sækja þig og e.t.v fleiri hvað verða það margar stelpur. Andrés er að spila í Keflavík um kl 7 um kvöldið svo við ætluðum að vita um fjöldan á farþegum frá Keflavík til að geta skipulagt ferðalagið. Alla sendu mér tölvupóst þegar þú getur.
Ertu búin með bæði páskaeggin Sæja mín eða á ég að hjálpa þér með þau. kveðja Mamma

Sæja sagði...

Ég fór létt með þau móðir sæl.

Sæja sagði...

Þakka þér systir góð....það var nú fallegt af þér að hugsa til mín þegar þú sást eyrnalokkana fallegu.

Nafnlaus sagði...

Það var nú lítið....en svo bíður þín annar óvæntur glaðningur hér heima sem þú færð næst þegar ég hitti þig ásamt útvarpinu og eyrnalokkunum;) bíddu bara spennt mín kæra:)
kv. Alla