þriðjudagur, apríl 01, 2008

Súkkulaðivímunni er lokið

eða svo gott sem.

Kom endurnærð í hinn kalda raunveruleika á sunndagskvöldið eftir að hafa eytt helginni með Jóhönnu og Steinunni og pínu Gullu í bústað í Brekkuskógi. Gerðum ekkert nema slappa af, læra, borða, drekka, fara í pottinn, hanga, borða aðeins meira, drekka aðeins meira, syngja, fara meir í pottinn og svona leið helgin í unaðslegheitum.
Svo ég var endurnærð þegar heim var komið.

Því miður tók stressið og leiðindin aftur við strax á mánudagsmorgun og ég sé ekki fyrir endann af þeirri vitleysu fyrr en eftir viku. Leiðabókaskil á mánudag og BA-ritgerðarskil á þriðjudag.....ómæ ómæ
Svo ég verð leiðileg þangað til með kannski smá pásum á fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld. Maður verður að sinna félagslífinu aðeins svo maður verði ekki alveg klikk.

Átti yndælt kvöld með Pétri mínum í kvöld. Verst að við vorum sitthvoru megin hvíta tjaldsins. Fór sumsé að sjá Stóra Planið áðan....ágætis afþreying það. Kannski ekkert meistaraverk en alveg hægt að hlæja að henni.

Nú þarf ég hinsvegar að sofa í hausinn á mér til að vera til í slaginn á morgun....nóg að gera

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir gott kvöld í kvöld ;) hlakka til að hitta þig aftur vinan !!