föstudagur, apríl 11, 2008

Tilhlökkunarefni næstu daga og mánuða

Það er einhvernvegin svo fullt af hlutum sem ég get glaðst yfir þessa dagana. Nóg að gera í skólanum, sem sér nú fyrir endann á, og nóg að gera utan hans.
Dagskrá næstu viku og mánaða er svo stútfull af skemmtilegum hlutum. Unaður!
  • Í dag. Vísindaferð í Vogana....ekki á Vog nota bene. Dagskrá frá 13:30-20:00. Ætli gleðin haldi svo ekki áfram langt fram á nótt.
  • Morgun. Fer heim í sveitina og verð allavega fram á fimmtudag. Þarf að klára 2 verkefni.
  • 18. apríl. Mjög áhugaverð ráðstefna Félags um fötlunarrannsóknir. Skila líka Leiðabókinni úr verknáminu, kláraði einmitt verknámið í gær sem var yndislegt þó ég hefði alveg verið til í að vera nemi aðeins lengur:)
  • 20. apríl. Lítil brúðkaupsveisla....ekki hjá mér nota bene.
  • 22-25. apríl. Síðasta staðlotan í náminu obbobobbo
  • 25. apríl. Kokteilboð hjá Þroskaþjálfafélaginu og partý hjá útskriftarnemum.
  • 28-29. apríl. Ráðstefna útskriftarnema þar sem við kynnum lokaverkefnin okkar. Endilega allir að mæta uppí Kennó og hlusta á mjög áhugaverða fyrirlestra okkar. Ég flyt minn um 1 leytið á mánudeginum ;)
  • 5. maí. Lokaskil á BA. Úffpúff...sé fram á svefnlausar nætur þar á undan en þungu fargi af mér létt þegar þessu er lokið.
  • 5-9. maí. Norræn samstarfsvika. Tökum á móti dönum og grænlendingum, fræðum hvert annað og skemmtum okkur saman.
  • 9. maí. Skila síðasta verkefninu í Kennó....vonandi allavega.
  • 13. maí. Byrja líklega að vinna á leikskólanum Sólborg sem þroskaþjálfi....oboj þetta er víst að verða að raunveruleika.
  • 21, 22 og 24. maí. Eurovision. Say no more.
  • 4-8. júní. Londres með Steinunni og Jóhönnu. Ó hvílík unaðsferð sem það verður.
  • 12. júní. James Blunt í höllinni og ástkær systir og fjölla koma á klakann.
  • 14. júní. Útskrift. Jább þá verður maður virðulegur þroskaþjálfi.
  • 16. júní. MA reunion.

Heill hellingur að gera sem er bara gaman. Verður samt mjög gott að klára næstu 2 vikur....smá stress í gangi fyrir þær en reyni að vera slök.

Þigg alveg smá dekur eftir þetta allt saman, hver býður sig fram;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal sko dekra við þig...með einu skilyrði...þú dekra við mig á móti;) En það verður svo sannarlega gaman að fara í giftinguna;)
kv. Alla

Nafnlaus sagði...

Sæl
Mér finnst þú nú alveg mátt nefna að þig hlakki mikið til að vera með mér í huganum og samgleðjast mér þegar stóra áfanganum verður náði í næstu viku (10 dagar púff.)

En annars njóttu þess að vera í skóla meðan þú getur. Eða drífðu þig bara í framhald í DK.

Kveðja Oddný (NB bara 29 ára)

Thelma litla sagði...

Já, það er aldeilis prógramm Sæsa Ben. Ef þú værir Anna Friðrika, þá væriðru búin að setja þetta upp í Excel og ákveða í hvaða fötum þú værir á hverjum tíma...
...eða er það kannski komið?
Og hver er að farað gifta sig smá?