laugardagur, apríl 19, 2008

Smá breytingar...

Það er náttúrulega til háborinnar skammar að ég hafi gleymt mjög svo merkilegum atburði í upptalningu minni hér á undan. Þessi atburður er þrítugsafmæli systur minnar og mágs reyndar líka. Ég biðst innilegrar afsökunar, að sjálfsögðu eru þessir dagar greyptir vel í minni mitt.
Kannski var þetta reyndar með ráðum gert þar sem ég var ekki viss um að þau vildu að minnst væri á það á veraldarvefnum hve gömul þau eru að verða.
Oddný verður sumsé þrítug 24. apríl og Stefán 31. maí. Merkisdagar báðir tveir.

Svo var að bætast annar gleðiatburður inná dagatalið mitt en það er ferð til Danaveldis. Keypti mér vikuferð til veldi Margrétar á spottprís í júlí. Ætla að heimsækja áðurnefnd hjónaleysi og dætur þeirra og svo staldra ég líka við í Köben til að knúsa vinkonur mínar þar....og kannski ég fái eins og eina skeið....huhum Hulda:)

2 ummæli:

Hulda hefur talað... sagði...

Eina skeid, tvær eda trjár...allt fyrir tig honní;) Hlakka mikid til ad sjá tig...

Nafnlaus sagði...

Já takk fyrir það að minnast mín. Og dekrið sem þú varst að tala um, ekki spurning að það verður dekrað við þig hér á veröndinni í júli.

Við biðjum að heilsa hér frá DK þar sem allir eru að verða vel sólbrunnir(reyndar bara á annarri hliðinni) eftir dúndur helgi. Stelpurnar spyrja oft á dag "mamma er sumarið núna komið"